Ég mætti í gær til að fagna silfurdrengjunum okkar. Við börnin biðum eftir þeim við Hallgrímskirkju og rétt áður en þeir komu á svæðið mætti Lúðrasveit Reykjavíkur. En hún gekk fyrir skrúðgöngunni.
Ég á varla til orð til að lýsa þeirri sjón sem við okkur blasti. Þetta er elsta lúðrasveit landsin, stofnuð 1922. Mér sýndist hún enn vera að hluta til í búningum frá því herrans ári. Ég held ég hafi séð þrjár týpur af búningum í mjög misjöfnu ástandi. Þeir voru upplitaðir, sumir voru með rifna spæla, á ansi marga vantaði tölur. Og ekki var passað upp á að hljómsveitin væri í svipuðum skóm. Það var grátlegt að horfa upp þetta. Ég á strák í Skólahljómsveit Kópavogs. Þar er passað upp á búningana.Ég skammaðist mín fyrir þessa móttöku. Að láta sjá sig í þessari múnderingu er fyrir neðan allar hellur. Ég veit ekki hvað útlendingarnir sem voru við hliðina á mér hugsuðu, en eitt er víst að daprari búningar finnast vart.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.