Hello Darling!

Ég var að koma frá Osló í gærkvöldi. Skrapp í stutta vinnuferð. Því miður náði ég ekki að skoða borgina mikið, en hún virkaði á mig sem falleg og örugg borg. Einnig virkaði hún mjög vinaleg, á stundum afar vinaleg, eiginlega yfirþyrmandi vinaleg.

Annað kvöldið sem ég var þarna kom ég ásamt einum ferðafélaga mínum út af veitingahúsi rétt við þinghús þeirra Norðmanna. Úti var ekki margt um manninn utan tugir af afar vinalegum þeldökkum konum, sem hver af annarri kom til okkar og heilsaði okkur á sama hátt: Hello Darling!

Það var sama hvað við vorum að gera, labba um, versla í nætursölu eða leita að leigubíl. Alltaf komu þessar vinalegu konur til okkar og heilsuðu okkur með sömu orðum.

Ekki er hægt að segja að þessar ógæfusömu konur hafi litið út eins og steríótýpur þeirrar starfstéttar sem þær tilheyra, á stuttu pilsi, netsokkabuxum og háum hælum. Og þó. Erfitt var um það að dæma þar sem þær voru allar dúðaðar í þykkar úlpur með húfu eða hettu á höfðinu. Hver veit hvernig þær voru innan undir?

Hér er slóð á umfjöllun um nígerískar konur sem leið eiga um Noreg.

DSC00160
Verðir við höllina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband