Hurricane og BYKO

Vísir.is toppar allar fréttir af þessu máli! 

http://www.visir.is/article/20080204/FRETTIR01/80204052 

Vísir, 04. feb. 2008 12:52

Grunur um að ránsöxin hafi verið keypt í Byko

mynd

Andri Ólafsson skrifar:

Grunur leikur á að öxin sem notuð var í ráninu í Glitni við Lækjargötu í morgun hafi verið keypt í Byko við Hringbraut fyrr um morguninn.

Tveir menn komu inn í verslunina skömmu eftir klukkan átta í morgun. Starfsmenn töldu þá grunsamlega og fylgdust vel með ferðum þeirra. Mennirnir fóru inn í múrdeild og sóttu sér þar gula múrexi af gerðinni Hurricane. Því næst fóru þeir að kassa og greiddu fyrir exina.

Samkvæmt upplýsingum frá verkfæradeild Byko kostaði öxin 1272 krónur.

Starfsmenn Byko lögðu svo saman tvo og tvo þegar fréttir bárust af því skömmu síðar að rán hefði verið fram í Glitni við Lækjargötu og að ræninginn hefði notast við exi.

Starfsmennirnir brugðust skjótt við og höfðu samband við lögreglu og gáfu upplýsingar um mennina sem þeir höfðu fylgst með um morguninn.

Að sögn eins starfsmanns er von á lögreglumönnum í verslunina til að líta á myndbönd úr eftirlitsvélum í dag.

Þrír menn hafa verið handteknir vegna ránsins en hins fjórða er enn leitað. Málið er enn í rannsókn.


mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband