Kansas City

Erum loks komnir á Marriott hótelið í Kansas City. Erum í flottu herbergi á 15. hæð. Icelandair, eða öllu heldur mótvindar frá London að þeirra sögn, settu sitt mark á þessa ferð. Við flugum til Minneapolis í gær og vorum um 45 mín. seinir. Það varð til þess að við náðum ekki í framhaldsflug. Gistum á Days Inn, sem ekki er í sama gæðaflokki og Marriott!

Marriott

Fengum annað flug í morgun kl. 7. Lentum í sérstöku úrtaki í öryggishliðinu.

NorthWest náði að brjóta annað hjólið af töskunni minni. Það gefur mér tækifæri til að endurnýja ferðatöskuna hér í USA. Var reyndar ekki vanþörf á.

Hér er sól og til þess að gera hlýtt. Það var frost í Minneapolis í gær og í morgun.

Meira síðar af Garth Brooks og Kansas City.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband