Akraborgin og sjóveiki

Það rifjaðist upp hjá mér um daginn að ég hef úthald í einnar klukkustundar sjómennsku þegar eitthvað hreyfir vind. Ég fór í stuttan mælingatúr með sjómælingabátnum Baldri. Verið var að mæla smá svæði milli Viðeyjar og lands vegna fyrirhugaðrar breytingar á innsiglingalínu inn í Sundahöfn.

 Baldur2004

Það var norðan vindur, nokkuð sterkur.  Mælingaferðin tók um eina klst. sem greinilega er mín takmörk ef eitthvað er að veðri. Ég var nokkuð sprækur allt þar til ég var kominn inn á skrifstofuna aftur, þá fann ég að ég hefði ekki dugað í 15 mínútur í viðbót. Mér var orðið bumbult. Þetta var líkt og forðum þegar ég stundaði siglingar með Akraborginni. Ég náði yfirleitt alltaf að halda út þennan klukkutíma sem siglingin milli Akraness og Reykjavíkur tók. Mikið er ég feginn að göngin eru komin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband