Ég mætti í gær til að fagna silfurdrengjunum okkar. Við börnin biðum eftir þeim við Hallgrímskirkju og rétt áður en þeir komu á svæðið mætti Lúðrasveit Reykjavíkur. En hún gekk fyrir skrúðgöngunni.
Ég á varla til orð til að lýsa þeirri sjón sem við okkur blasti. Þetta er elsta lúðrasveit landsin, stofnuð 1922. Mér sýndist hún enn vera að hluta til í búningum frá því herrans ári. Ég held ég hafi séð þrjár týpur af búningum í mjög misjöfnu ástandi. Þeir voru upplitaðir, sumir voru með rifna spæla, á ansi marga vantaði tölur. Og ekki var passað upp á að hljómsveitin væri í svipuðum skóm. Það var grátlegt að horfa upp þetta. Ég á strák í Skólahljómsveit Kópavogs. Þar er passað upp á búningana.Ég skammaðist mín fyrir þessa móttöku. Að láta sjá sig í þessari múnderingu er fyrir neðan allar hellur. Ég veit ekki hvað útlendingarnir sem voru við hliðina á mér hugsuðu, en eitt er víst að daprari búningar finnast vart.
Bloggar | 28.8.2008 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu dagar hafa verið virðburðaríkir hjá fjölskyldunni. Ég fór norður í Vatnsdal og skemmti mér vel við fiskveiðar í góðum félagsskap.
Ingólfur, Haddi, Ragnar og Sigurkarl. Fyrir utan má sjá Árna.
Húslestur, Ólafur á Oddhóli hefur fylgt þessum veiðihóp lengi. Ragnar les fyrir hópinn. Sigurkarl skemmtir sér vel.
Á leiðinni heim fékk ég þær fréttir að frumburðurinn hafi staðist verklega prófið í akstri og að hún væri komin með bráðabirgðaökuskírteini.
Óli fór í gær í skólaferðalag á slóðir Snorra og er væntanlegur heim í dag.
Í morgun missti sú yngsta sína fyrstu tönn - mikil gleði hjá henni.
Bloggar | 23.5.2008 | 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 12.5.2008 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 12.5.2008 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við munum fylgjast vel með sundknattleik þetta árið.
Kveðja úr Kópavogi.
Íslensk stúlka með Grikkjum á ÓL í Peking? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.4.2008 | 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru Ársæll, Guðríður, Agnes, Katla og Atli,
Innilega til hamingju með nýju dömuna.
Þið rétt misstuð af Brynju, en náðu Eyrúnu.
Bloggar | 17.3.2008 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 17.3.2008 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sú yngsta í fjölskyldunni er orðin fimm ára. Innilega til hamingju með daginn Brynja mín!
Afmælisbarnið á nýja hlaupahjólinu sínu.
Bloggar | 16.3.2008 | 10:59 (breytt kl. 11:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var á fundi í Osló á dögunum. Þessi frétt birtist á vef Arctic Council. http://arctic-council.org/article/2008/2/mapping_creates_new_scientific_results
An increased use of mapping in scientific reports can avoid oil spill disasters in the ArcticWe will see great results - both in the form of new knowledge and in better presentations - if the Working Groups and the mapping agencies in the countries of the Arctic Council adopt international standards for joint data management - e.g. ISO - and cooperate to present scientific results in maps. A joint mapping strategy will also secure that coming generations will benefit from the results of the International Polar Year. This was one of the conclusions from EPPR's two-days workshop on mapping in the Arctic last week.Participants at the workshop were presented with several regional projects which have profitted from using the international data standards; for example an Interreg IIIb project - Safety at Sea.
The next step will be a pilot project where EPPR, in cooperation with AMAP, will use existing data to map Arctic areas where oil spills and pollution will create serious risks to fauna and flora.Workshop participants also concluded by suggesting a recommendation to the Arctic Council that all scientific data from the Arctic Council's Working Groups be made available in a standard form that can be used in mapping projects.
Bloggar | 18.2.2008 | 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar