Hello Darling!

Ég var að koma frá Osló í gærkvöldi. Skrapp í stutta vinnuferð. Því miður náði ég ekki að skoða borgina mikið, en hún virkaði á mig sem falleg og örugg borg. Einnig virkaði hún mjög vinaleg, á stundum afar vinaleg, eiginlega yfirþyrmandi vinaleg.

Annað kvöldið sem ég var þarna kom ég ásamt einum ferðafélaga mínum út af veitingahúsi rétt við þinghús þeirra Norðmanna. Úti var ekki margt um manninn utan tugir af afar vinalegum þeldökkum konum, sem hver af annarri kom til okkar og heilsaði okkur á sama hátt: Hello Darling!

Það var sama hvað við vorum að gera, labba um, versla í nætursölu eða leita að leigubíl. Alltaf komu þessar vinalegu konur til okkar og heilsuðu okkur með sömu orðum.

Ekki er hægt að segja að þessar ógæfusömu konur hafi litið út eins og steríótýpur þeirrar starfstéttar sem þær tilheyra, á stuttu pilsi, netsokkabuxum og háum hælum. Og þó. Erfitt var um það að dæma þar sem þær voru allar dúðaðar í þykkar úlpur með húfu eða hettu á höfðinu. Hver veit hvernig þær voru innan undir?

Hér er slóð á umfjöllun um nígerískar konur sem leið eiga um Noreg.

DSC00160
Verðir við höllina.


Hurricane og BYKO

Vísir.is toppar allar fréttir af þessu máli! 

http://www.visir.is/article/20080204/FRETTIR01/80204052 

Vísir, 04. feb. 2008 12:52

Grunur um að ránsöxin hafi verið keypt í Byko

mynd

Andri Ólafsson skrifar:

Grunur leikur á að öxin sem notuð var í ráninu í Glitni við Lækjargötu í morgun hafi verið keypt í Byko við Hringbraut fyrr um morguninn.

Tveir menn komu inn í verslunina skömmu eftir klukkan átta í morgun. Starfsmenn töldu þá grunsamlega og fylgdust vel með ferðum þeirra. Mennirnir fóru inn í múrdeild og sóttu sér þar gula múrexi af gerðinni Hurricane. Því næst fóru þeir að kassa og greiddu fyrir exina.

Samkvæmt upplýsingum frá verkfæradeild Byko kostaði öxin 1272 krónur.

Starfsmenn Byko lögðu svo saman tvo og tvo þegar fréttir bárust af því skömmu síðar að rán hefði verið fram í Glitni við Lækjargötu og að ræninginn hefði notast við exi.

Starfsmennirnir brugðust skjótt við og höfðu samband við lögreglu og gáfu upplýsingar um mennina sem þeir höfðu fylgst með um morguninn.

Að sögn eins starfsmanns er von á lögreglumönnum í verslunina til að líta á myndbönd úr eftirlitsvélum í dag.

Þrír menn hafa verið handteknir vegna ránsins en hins fjórða er enn leitað. Málið er enn í rannsókn.


mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málning og sveitasöngvar

Undanfarin kvöld hafa farið í það að mála herbergið hjá stáknum. Garth Brooks í botni auðveldar verkið.


Bóndadagur

Yngri dóttirin spurði mig hvort bóndadaginn væri ekki á morgun (spurt á fimmtudaginn). Krakkarnir á leikskólanum höfðu greinilega verið að ræða hann og aðra daga, t.d. öskudaginn.

Hún hafði áhyggjur af því að hún ætti ekki bóndabúning til að fara í í leikskólann daginn eftir!


Dóttir mín er flott - ekki íslenska landsliðið

Flott mynd af dóttur minni, Svövu Berglindi (t.h.) ásamt vinkonu sinni, Sonju, á landsleiknum á móti Tékkum um daginn.

Sit hér með frönskum svila mínum og horfi á leikinn. Ekki gaman.

SBF á handbolta


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garth Brooks og New York Knicks

Þegar við bræður komum út af frábærum tónleikum Garth Brooks í Kansas borg 3. des. sl. var verið að selja  nýjustu plötu hans (sem var reyndar tvöfaldur safndiskur ásamt DVD disk með flestum þeim lögum sem hann tók á tónleikunum). Hún var seld þarna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Óli keypti þrjú eintök, en ég sleppti því að kaupa diskinn. Ég var búinn að bölva því í hljóði að hafa sleppt þeim kaupum, en sem betur fer fékk ég einn af þessum þremur í jólagjöf frá Óla. http://ww3.komen.org/promiseshop/ProductInfo.aspx?productid=706-16239

Ég hef aðeins verið að horfa og hlusta á Garth Brooks og er farinn að fíla hann vel. Þegar ég kom til USA var ég  náttúrulega „yfirheyrður“ af Immigration og þegar fram kom að ég væri á leið á tónleika með Garth Brooks var ég spurður hvert laga hans væri þekktast. Ég ætlaði að vísa þessari spurningu á bróður minn, en hann var þá farinn að leita að töskunum okkar. Sem betur fer beið mín ekki sólarhrings dvöl í járnum þó ég hefði ekki svar við þessari spurningu þarna. Nú get ég svarað henni. Vinsælasta lagið með honum er Friends In Low Places. http://en.wikipedia.org/wiki/Friends_in_Low_Places Á leiðinn heim fórum við til New York. Þar skelltum við okkur m.a. á körfuboltaleik með New York Knicks gegn Miami Heat http://www.nba.com/knicks/ . NYK töpuðu þessu leik 73 – 75 http://www.nba.com/games/20071111/MIANYK/gameinfo.html og er löngu kominn tími á nýjan þjálfara. Við vorum greinilega ekki einu Íslendingarnir þarna, því í tvígang heyrði ég íslensku talaða á leikvanginum. Leikið var í Madison Square Garden, sem er stór íþróttahöll, samt ekki eins stór og sú sem tónleikarnir voru í.

Mikið geta Kanarnir verið undarlegir. Það mátti ekki sjást "frægur" einstaklingur, leikari eða söngvari á stóru skjánum þá fóru flestir að skrækja. Þessir "frægu" voru náttúrulega í bestu sætunum alveg við völlinn.

Gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár!

jólakort2007-50


Stórstreymt - nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar má finna á vef Gæslunnar

http://www.lhg.is/starfsemi/stjornsyslusvid/frettir/nr/1080

tides

 

Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið vill vekja athygli á því að fullt tungl er á Aðfangadag og að vanda, stórstreymi því samfara. Það er því ástæða fyrir sjómenn og aðra að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi.

Flóðspá reiknast út miðað við venjuleg veðurskilyrði. Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við meðalloftþyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa (millibör).

Falli loftvog t.d. um 10 hPa má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt. Blási af hafi þegar loftþrýstingur er lágur, mun sjávarhæðin vera meiri en taflan sýnir, og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og háum loftþrýstingi.

Flodaspa_jol_2007


mbl.is Fullt tungl og stórstreymt á aðfangadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatónleikar litla bróður í kvöld

Jólatónleikar 2007
Gerðubergi
INGVELDUR ÝR  OG  FÉLAGAR
PÍANÓLEIKARI  GRÓA  HREINSDÓTTIR

Jólin allstaðar
Sönghópurinn og Ingveldur Ýr

Christmas Lullaby
Sönghópurinn og Ingveldur Ýr

Ljósið kemur langt og mjótt
Sönghópurinn

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Blikandi Stjörnur

Anthem - úr söngleiknum Chess
Ómar Karl Jóhannesson

Mary´s Boychild
Sönghópurinn

Hallelujah
Sönghópurinn og Ólafur Þór Finsen

Have yourself a merry little Christmas
Þorgeir Óskarsson

Ó helga nótt 
Sönghópurinn og Ingveldur Ýr

Jesus O what a wonderful child
Sönghópurinn og Ingveldur Ýr

Sönghópurinn:
Edda Blöndal, Elín Blöndal,  Helga Guðrún Snjólfsdóttir,
Hildur Arnardóttir, Hlédís Sigurðardóttir, Lilja Helgadóttir,
Sigrún Hjartardóttir, Valdís Inga Valgarðsdóttir, Óðinn Hilmisson, 
Ómar Karl Jóhannesson, Ólafur Þór Finsen,  Þorgeir Óskarsson

Jólakúlur


Gulur og rauður

Ég tók þessa mynd af Birgittu og Sveinka á jólaballi um daginn. Þar var hún gul, en það gerði sólin Cool

Birgitta og jólasveinninn


mbl.is Fannst Birgitta Haukdal of gul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband